SR náði í fyrstu stigin

Axel Snær Orongan skoraði fyrsta mark SR og sækir hér …
Axel Snær Orongan skoraði fyrsta mark SR og sækir hér með þrjá Fjölnismenn í kringum sig. Ljósmynd/Bjarni Helgason/SR íshokkí

Skautafélag Reykjavíkur krækti sér i kvöld í sín fyrstu stig á Íslandsmóti karla í íshokkí, Hertz-deildinni, með því að sigra Fjölni 4:1 í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal.

Axel Orongan kom SR yfir strax á þriðju mínútu en Kristján Kristjánsson jafnaði fyrir Fjölni á annarri mínútu í öðrum leikhluta, 1:1.

Daníel Magnússon kom SR yfir á ný undir lok annars leikhluta, 2:1. Spenna var í leiknum fram á lokamínúturnar en þá skoruðu Kári Arnarsson og Níels Hafsteinsson sitt markið hvor fyrir SR og tryggðu sigurinn.

Þegar liðin þrjú hafa mætt hvert öðru einu sinni er Skautafélag Akureyrar með 6 stig, SR er með þrjú stig en Fjölnir hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa. 

Önnur umferð hefst með leik Fjölnis og SR í Egilshöllinni næsta þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert