Notuðu Tik Tok til að tæla fórnarlömb sín

samfélagsmiðillinn Tik Tok varð að vopni í höndum glæpagengisins.
samfélagsmiðillinn Tik Tok varð að vopni í höndum glæpagengisins. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Að minnsta kosti 11 hafa verið handteknir vegna gruns um að vera þátttakendur í skipulagðri glæpastarfssemi í Bangladess. Markmið hópsins var að hneppa ungar stelpur og konur í ánauð og selja þær í vændisstarfssemi á Indlandi. Þetta staðfesta lögregluyfirvöld þar ytra.

Meintur leiðtogi hópsins, Rafizul Islam Ridoy og gekk undir viðurnefninu „Tik Tok Ridoy“, nýtti samfélagsmiðilinn Tik Tok, auk annarra miðla, til þess að tæla fórnarlömb sín og lofaði hann þeim frægð og frama á miðlunum. Þess í stað var fórnarlömbum glæpahópsins smyglað til Indlands og þau neydd í kynlífsánauð.

Handtökurnar áttu sér stað í kjölfar þess að myndskeið af nauðgun á konu frá Bangladess fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í síðasta mánuði. Myndskeiðið leiddi til þess að lögregluyfirvöld hófu rannsókn á meðlimum glæpagengisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert