Kjartan Henry: Er ekki að reyna að meiða neinn

Kjartan Henry Finnbogason í leiknum gegn Víkingi.
Kjartan Henry Finnbogason í leiknum gegn Víkingi. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Þar ræddi Kjartan m.a. um leikbannið sem hann fékk fyrir olnbogaskot sem hann gaf Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings úr Reykjavík, en Kjartan sagði atvikið algjört óviljaverk.

„Þetta er bara barátta inn á teignum og var algjört óviljaverk,“ sagði Kjartan um atvikið hjá sér og Hansen og hélt áfram:

„Ég spila fast og það er líka spilað fast á móti mér. Ég fæ hné í bak, er klipinn og það er stigið á tærnar á mér. Maður er ekki að mæta í opinská viðtöl og kvarta yfir því.

Mér finnst ég ekki fá mikið af aukaspyrnum. Ég elska að spila fótbolta og ég spila fótbolta á þennan hátt. Ég er ekki að reyna að meiða neinn, þó svo að virkir í athugasemdum vilja meina annað, sagði Kjartan meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert