Innlent

Kafarar búnir að þétta öll öndunarop Drangs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Drangur í hálfu kafi í höfninni í Stöðvarfirði í gær.
Drangur í hálfu kafi í höfninni í Stöðvarfirði í gær. Landhelgisgæslan

Kafarar varðskipsins Þórs luku í gær við að þétta öll öndunarop á togaranum Drangi sem liggur nú á botni hafnarinnar í Stöðvarfirði en skipið sökk þar skyndilega í gærmorgun.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var greinilegur leki í tveimur opum aftast á skipinu. Þá tryggðu liðsmenn Gæslunnar skipið að aftan svo það myndi ekki reka frá bryggjunni.

Næstu skref eru væntanlega vinna við að ná skipinu upp af botni hafnarinnar en það er í höndum tryggingafélags skipsins. Aðkomu Landhelgisgæslunnar að málinu er því lokið og gert er ráð fyrir að Þór haldi í önnur verkefni í dag.


Tengdar fréttir

Kafarar könnuðu ástand togarans í höfninni

Þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togarans Drangs ÁR 307 sem sökk í höfninni í Stöðvarfirði í morgun. Þá kom áhöfn varðskipsins Þórs upp mengunarvarnargirðingu til að hafa hemil á mögulegri olíumengun frá skipinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×