Útlit fyrir áframhaldandi útsynning og éljagang

Hvassviðri og éljagangur.
Hvassviðri og éljagangur. Kristinn Ingvarsson

Nokkuð hvöss suðvestanátt verður í dag og rigning eða slydda um mestallt land upp úr hádegi, en él seinni partinn, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands í morgun.

Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

„Gengur í suðvestan 18-25 á morgun, hvassast norðvestantil á landinu. Él og hiti í kringum frostmark, en úrkomulítið á Austurlandi.

Á fimmtudag er útlit fyrir áframhaldandi útsynning og éljagang, en það fer heldur að lægja síðdegis,“ segir í hugleiðingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert