Grípa til vopna í mótmælum gegn ofbeldi

Hér má sjá NFAC á mótmælunum þar sem tveimur skotum …
Hér má sjá NFAC á mótmælunum þar sem tveimur skotum var hleypt af. Fólkið kraup þegar skothljóðin heyrðust. AFP

Þegar tveir háir hvellir hljómuðu á götum bandarísku borgarinnar Lafayette í Lousiana í mótmælum gegn lögregluofbeldi í síðasta mánuði vissi enginn hvaðan skotin komu. Á meðal mótmælenda var vopnaður flokkur svartra kvenna og karla sem kalla sig „Not F**king Around Coalition“ (NFAC) sem gæti útlagst á íslensku sem „Samtök þeirra sem eru ekki að grínast“.

Hópurinn hljóp hvorki í átt að byssuskotinu né tvístraðist. Þess í stað kraup fólkið og gekk svo í burtu þegar leiðtogi þeirra skipaði þeim það, að því er fram kemur í frétt CNN um málið. 

Hópurinn var stofnaður árið 2017 en hefur sótt í sig veðrið vegna vaxandi ósættis í Bandaríkjunum vegna lögregluofbeldis og dauðsfalla svartra í haldi lögreglu, að sögn stofnanda hópsins, Johns Fitzgeralds Johnsons. 
Hópurinn er stór og hefur sótt í sig veðrið undanfarið.
Hópurinn er stór og hefur sótt í sig veðrið undanfarið. AFP

„Við erum ekki á móti neinum

Nærvera hópsins hefur valdið uppnámi í borgum sem hann hefur heimsótt. Sömuleiðis hefur hann verið gagnrýndur eftir að fólk skaut óvart af vopnum sínum á tveimur samkomum þeirra, þar á meðal þeirri í Lafayette. Þá voru mótmælin í nafni Trafford Pellerin sem var skotinn til bana af lögreglu í Lafayette. 
Á meðal þeirra sem mæta á mótmæli vegna lögregluofbeldis í Bandaríkjunum eru einnig hópar sem aðallega samanstanda af hvítu fólki sem ber skotvopn en vopnaburður er leyfilegur í Bandaríkjunum. 
AFP
Johnson segir að NFAC sé ólíkur þeim hópum að því leyti að NFAC hafi orðið til sem viðbragð við kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. 
Markmið hópsins er, að sögn Johnsons, að verja og mennta samfélög svartra um skotvopn og stjórnarskrárvarin réttindi þeirra. 
„Við erum ekki á móti neinum,“ sagði Johnson í samtali við CNN. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert