Keppni lokið í Sádi-Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, lauk keppni í 39.-47. sæti á The Saudi Ladies Team International-mótinu sem hófst á þriðjudaginn en þriðji og síðasti hringurinn var spilaður í dag. Þetta er hennar besti árangur frá upphafi á Evrópumótaröð kvenna.

Guðrún Brá lék þriðja hringinn á einu höggi yfir pari vallarins, 73 talsins, en lauk alls keppni á þremur höggum yfir. Hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir en fataðist svo flugið á öðrum degi, lék á fimm höggum yfir pari.

Emily Pedersen frá Danmörku vann mótið á 14 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert