fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Tíu leikmenn Southampton héldu út gegn Leicester

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton tók á móti Leicester í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 1-1 þrátt fyrir að heimamenn hafi verið færri nánast allan leikinn.

Southampton byrjaði leikinn af krafti og Kyle Walker-Peters kom boltanum í netið eftir tæpar tvær mínútur. Hann hafði þó verið ranstæður í aðdraganda marksins og stóð það því ekki.

Á 10.mínútu leiksins fékk Jannik Vestergaard að líta rauða spjaldið. Hann tapaði boltanum þá til Jamie Vardy á hættulegum stað og í tilraun sinni til að bæta upp fyrir mistök sín braut hann á Vardy. Daninn var aftasti maður Southampton þegar brotið átti sér stað og var því rekinn af velli.

Þrátt fyrir að vera komnir í erfiða stöðu mjög snemma leiks þá hleyptu heimemenn liði Leicester ekki í hættulegar stöður það sem eftir var fyrri hálfleiks. Markalaust var eftir 45 mínútur.

Gestirnir komu öflugir inn í seinni hálfleikinn, manni fleiri. Það var þó Southampton sem fékk vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. Boltinn hafði þá farið í hönd Kelechi Ihenacho innan teigs.

James Ward-Prowse fór á punktinn og kom 10 mönnum Southampton yfir í leiknum.

Jonny Evans jafnaði leikinn 7 mínútum síðar. Miðvörðurinn var þá staddur framarlega á vellinum þar sem Leicester hafði átt hornspyrnu stuttu áður. Ihenacho gaf boltann fyrir á hann og Evans skallaði í netið.

Leikmenn Leicester reyndu hvað þeir gátu að koma marki á Southampton á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.

Leicester er í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig, enn í fínum málum hvað varðar Meistaradeildarbaráttuna.

Southampton er með 37 stig í fjórtánda sæti, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Í gær

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal
433Sport
Í gær

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“
433Sport
Í gær

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“