Körfubolti

Nei eða já: Houston Rockets eru að eyðileggja Jalen Green

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Houston Rockets er að eyðileggja Jalen Green samkvæmt strákunum í Lögmáli leiksins.
Houston Rockets er að eyðileggja Jalen Green samkvæmt strákunum í Lögmáli leiksins. Carmen Mandato/Getty Images

Nei eða já var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Strákarnir veltu því meðal annars fyrir sér hvort lið Houston Rockets væri að eyðileggja Jalen Green.

„Houston Rockets, félagið, er að eyðileggja Jalen Green,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og beindi fullyrðingunni að TSigurði Orra Kristjánssyni.

„Já, mér finnst þeir vera að eyðileggja Jalen Green,“ sagði Sigurður. 

„Og mér finnst þeir líka vera að eyðileggja Alperin Sengun og eru að fara illa með Jabari Smith Jr. á fyrsta tímabilinu. Bara sorry Stephen Silas er bara ekki að virka í þjálfarastöðunni og þeir eru enn að reyna að búa til eitthvað úr Kevin Porter Jr.“

„Ég á svo gífurlega erfitt með þetta Houston-lið. Alberin Sengun er alvöru góður og í staðinn fyrir að gera eitthvað til að reyna að ná sem mestu út úr þessum ungu gaurum sem þeir eru nýbúnir að drafta þá eru þeir að eyða þrjátíu mínútum í leik í að Kevin Porter Jr. sé að reyna að gera eitthvað. Ég bar næ ekki utan um þetta verkefni þarna í Houston. Það fer illa í taugarnar á mér.“

Þeir Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru báðir sammála því sem kollegi þeirra hafði að segja, en umræðuna um Houston Rockets og Jalen Green má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Nei eða já: Houston Rockets eru að eyðileggja Jalen Green

Jalen Greeon og Houston Rockets var þó ekki það eina sem strákarnir ræddu í Nei eða já því þeir veltu því einnig fyrir sér hvort De'Aaron Fox væri betri en Dejounte Murray, hvort Cleveland Cavaliers væri einni stórri breytingu frá því að gera atlögu að þeim stóra og hvort Oklahoma City Thunder væri á leið í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×