Strákurinn tekur hnébeygjur með kústskafti

„Ég kynntist kærustunni minni og barnsmóður minni í ræktinni og við æfðum nánast alltaf saman,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson, margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Unnusta Júlíans, Ellen Ýr Jónsdóttir, hefur einnig náð frábærum árangri í kraftlyftingum en þau eignuðust sitt fyrsta barn í mars á síðasta ári, Berg J. K. Júlíansson.

Þau eiga von á sínu öðru barni en Bergur er strax byrjaður að láta til sín taka þegar kemur að kraftlyftingum.

„Það er mjög gott að vera í sambandi með manneskju sem er á sömu blaðsíðu og maður sjálfur og deilir sama áhugamáli,“ sagði Júlían.

„Strákurinn þarf að finna sína leið í þessu öllu en hann er strax byrjaður að taka hnébeygjur með kústskaftið heima,“ sagði Júlían.

Viðtalið við Júlían í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert