Reikningur fyrir tugum pítsa reyndist aprílgabb

Heimsendingarþjónustan Deliveroo hefur sótt í sig veðrið í Frakklandi líkt …
Heimsendingarþjónustan Deliveroo hefur sótt í sig veðrið í Frakklandi líkt og víða annars staðar í faraldrinum. AFP

Viðskiptavinir heimsendingarþjónustunnar Deliveroo í Frakklandi eru misánægðir með aprílgabb fyrirtækisins.

Þúsundir viðskiptavina um allt land fengu hinn 1. apríl tölvupóst þess efnis að pöntun þeirra fyrir vörum upp á 450 evrur (67 þús. kr.) hefði farið í gegn og væri á leiðinni. Brugðust margir ókvæða við og jusu úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum.

Síðar saman dag staðfesti fyrirtækið að um aprílgabb hefði verið að ræða, en fáir virðast hafa sætt sig við það.

Á Twitter lýsa einhverjir því hvernig þeir hringdu í ofboði í bankann til þess að reyna að loka fyrir kortið sitt. Annar segir frá því að hann hafi næstum fengið hjartaáfall þegar hann sá reikning upp á 466 evrur fyrir 38 pítsum sem hann hafði aldrei pantað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert