„Við erum að fara verða Íslandsmeistarar“!

Kári Kristján var laufléttur á Ásvöllum í dag
Kári Kristján var laufléttur á Ásvöllum í dag Ottar Geirsson
Kári Kristján Kristjánsson fyrirliði Íslandsmeistarar ÍBV var léttur og ánægður með þægilegan 37:31 sigur eyjamanna á Haukum á Ásvöllum í dag. Spurður að því hvað hann var ánægðastur með í leik sinna manna sagði Kári þetta:

"Við erum að skora graut af mörkum, erum beittir þar og erum að leiða með þremur mörkum í hálfleik. Varnarleikurinn er frábær og sóknin líka í fyrri hálfleik. Síðan eigum við Petar inni í fyrri hálfleik. Síðan byrjum við síðari hálflek af fullum krafti en ekki á einhverju lágu tempói eins og hefur stundum gerst."

Haukar byrja mun betur í leiknum og komast í 6:2. Þá ver Petar Jokanovic þrjú skot í röð og þið jafnið. Eftir það var þetta aldrei spurning eða hvað?

"Í stöðunni 6:2 fyrir Hauka þá erum við búnir að klúðra þremur dauðafærum þannig að við vorum að skapa okkur færi allan leikinn. Um leið og Petar fer í gang þá er þetta klárt. Síðan hjálpar rosalega að fá 10 mörk frá Gauta. Ég skora 4 mörk á 8 mínútum og svo mæta bara nýjir inn og við höldum áfram að skora. Við erum að spila frábæran sóknarleik."

Munum við sjá meira af svona fjölda hraðaupphlaupa frá Gauta eins og var í dag?

"Það helgast meira af því að Haukar ná ekki almennilegum uppstilltum sóknarleik og Guðmundur Bragi var sá eini sem var að skora af einhverju viti fyrir utan. Við notfærum okkur þetta með hraðaupphlaupum."

Næst er það FH. Verður það erfiðara verkefni?

"Þetta eru allt erfiðir leikir. Þessir tveir voru mjög erfiðir gegn Haukum. FH vann okkur sannfærandi í Kaplakrika og við vinnum þá sannfærandi í eyjum. Síðan er ÍBV allt annað skrímsli þegar komið er í þessa blessuðu úrslitakeppni. Við lifum fyrir þetta og samfélagið lifir fyrir þetta. Við erum held ég lang sterkasti og þéttasti handboltakjarni á Íslandi. Ég held við getum alveg sagt það."

ÍBV og FH mættur í undanúrslitum í fyrra þar sem þið vinnið það einvígi í þremur leikjum sem allt voru háspennu leikir. Verður þetta eins núna?

"Við erum geggjaðir í þessum stóru leikjum. Okkur finnst frábært að spila fyrir framan fullt af fólki og fá pressuna. Það skiptir engu máli hvort þú sért að láta sprauta bílinn þinn eða kaupa samlokubrauð, það eru allir að tala um handbolta í eyjum. FH er að sama skapi allt annað lið en í fyrra og fengu einn besta handboltamann í heimi til sín ásamt fleirum þannig að þetta verður geggjuð rimma."

En ÍBV ætlar að vinna FH í þessari viðureign?

"Við erum að fara vera Íslandsmeistarar. Við erum ekki í þessu fyrir neitt annað en að verða Íslandsmeistarar." sagði Kári að lokum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert