fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Carlsen rýfur þögnina – Sakar Niemann formlega um svindl

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 26. september 2022 20:06

Hans Niemann og Magnus Carlsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann sakar bandaríska stórmeistarann, Hans Niemann, formlega um svindl. Carlsen hefur fram að þessu farið sem köttur í kring um heitan graut varðandi það að ásaka Niemann formlega um svindl heldur ýjað að því með óljósum yfirlýsingum og látið Gróu á Leiti um að dreifa ásökunum á samfélagsmiðlum. Það hefur tekist með afbrigðum vel og hafa flestir fjölmiðlar heims greint frá hneykslinu sem reyndar endaði á bólakafi í skítafeni sem norski stórmeistarinn sá eflaust ekki fyrir.

Carlsen hefur sennilega viljað forðast meiðyrðamál frá Niemann og því hunsað kröfur skáksamfélagsins um að hann myndi tjá sig um málið og leggja fram einhverjar sannanir.

Það breyttist svo í kvöld þegar Carlsen birti yfirlýsingu sína. Í henni segir Norðmaðurinn að hann telji að Niemann hafi svindlað oftar en hann hefur viðurkennt en í kjölfar fjölmiðlastormsins játaði Bandaríkjamaðurinn að hafa svindlað tvisvar á netþjóninum Chess.com. Í fyrra skiptið þegar hann var 12 ára og seinna skiptið þegar hann var 16 ára en Niemann er í dag á tuttugasta aldursári.

Sjá einnig: Heimsmeistarinn Carlsen hætti í miðju móti og hávær orðrómur um svindl

Carlsen segist hins vegar fullviss um að nýlegri dæmi séu um svindl bandaríska stórmeistarans. Þá segir hann að Niemann hafi gjörsamlega pakkað honum saman í skákinni á Sinquefield-mótinu þar sem málið hófst en eins og frægt er hætti Carlsen í fyrsta sinn á ferlinum í skákmóti eftir að hafa tapað skákinni.

„Ég upplifði að hann væri ekkert stressaður né að einbeita sér að fullu í skák okkar á lykilaugnablikum en samt yfirspilaði hann mig með svörtu mönnunum sem er aðeins á fárra færi,“ segir Carlsen í yfirlýsingunni.

Hann segir mikilvægt að skorin verði upp herör gegn svindlurum í skák. „Ég vil ekki tefla á móti skákmönnum sem hafa svindlað í fortíðinni því ég veit ekki hvað þeir munu taka til bragðs í framtíðinni,“ segir Carlsen.

Sjá einnig: Skákdramað heldur áfram – Heimsmeistarinn Carlsen gafst upp eftir einn leik gegn meinta svindlaranum Niemann

Hann segist eiga margt ósagt í málinu en geti það illa.

„Hingað til hef ég aðeins getað tjáð mig með gjörðum mínum og þær benda augljóslega til þess að ég vil ekki tefla við Niemann. Ég vona að sannleikurinn í þessu máli komi upp á yfirborðið, hver sem hann verður,“ skrifar heimsmeistarinn ennfremur.

Sjá einnig: Analísering á skáksvindli heimsmeistarans

Hér má lesa yfirlýsingu heimsmeistarans í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna