Meistarar Real Madrid mæta Chelsea

Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Liverpool í …
Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum síðasta vor. AFP/Javier Soriano

Dregið var til átta liða úrslitanna í Meistaradeild karla í fótbolta klukkan 11.00 og í framhaldi af því til undanúrslitanna.

Átta lið eru eftir í keppninni, AC Milan, Bayern München, Benfica, Chelsea, Inter Mílanó, Manchester City, Napoli og Real Madrid. Öll liðin gátu mæst, líka þau sem eru frá sömu löndum.

Evrópumeistarar Real Madrid drógust gegn Chelsea og fer fyrri leikur liðanna fram á Santiago Bernabéu í Madríd.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum:

Real Madrid - Chelsea
Benfica - Inter Mílanó
Manchester City - Bayern München
AC Milan - Napoli

Leikið er dagana 11. til 19. apríl.

Einnig var dregið til undanúrslitanna:

AC Milan eða Napoli - Benfica - Inter Mílanó
Real Madrid eða Chelsea - Manchester City eða Bayern München

Leikið er dagana 9. til 17. maí.

Úrslitaleikurinn fer fram í Istanbúl 10. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert