Áfall fyrir pólska landsliðið

Arkadiusz Milik, lengst til hægri, ásamt Kamil Glik, Robert Lewandowski …
Arkadiusz Milik, lengst til hægri, ásamt Kamil Glik, Robert Lewandowski og Wojciech Szczesny. Hann verður ekki með á EM. AFP

Arkadiusz Milik, annar helsti sóknarmaður Pólverja, verður ekki með þeim gegn Íslandi í vináttulandsleiknum í Poznan í dag og missir jafnframt af Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst í næstu viku.

Þetta tilkynnti pólska knattspyrnusambandið á heimasíðu sinni. Um talsvert áfall fyrir Pólverja er að ræða en Milik er annar helsti markaskorari landsliðsins, hefur skorað 15 mörk í 59 landsleikjum, en hann hefur verið leikmaður Napoli á Ítalíu frá 2016 og var seinni hluta síðasta tímabils í láni hjá Marseille í Frakklandi.

Milik var meiddur þegar hann kom til móts við pólska landsliðið þegar það hóf undirbúning sinn fyrir EM í lok maí og nú liggur fyrir að hann verður ekki leikfær í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert