„Mannæta“ handtekin í Berlín

Lögreglumenn í Berlín að störfum.
Lögreglumenn í Berlín að störfum. AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um morð og mannát eftir að bein fundust í garði í almenningsgarði í norðurhluta Berlínar.

Réttarmeinafræðingar rannsaka hvort beinin eru af 44 ára karlmanni sem hvarf fyrir tveimur mánuðum síðan, að sögn BBC.

Leitarhundar aðstoðuðu lögregluna við að finna íbúð grunaða mannsins. Hann er sagður vera 41 árs kennari. Fólk á gangi í garðinum í Buch fann beinin 8. nóvember.

Lögreglan sagði í samtali við fjölmiðilinn BZ að eitt beinanna hafi verið „algjörlega án kjöts“ og að aðrar vísbendingar „gefa sterklega til kynna að Stefan T var fórnarlamb mannætu“.

Heimsótti spjallsíður á netinu

Grunaði morðinginn, nefndur Stefan R, hafði heimsótt „tilheyrandi spjallsíður á netinu“, að sögn þýsku fréttastofunnar DPA.

Rafmagnsverkfræðingurinn Stefan T yfirgaf íbúð sína 5. september og síðar hafði sambýlisfólk hans samband við lögregluna og sagði að hann hefði ekki skilað sér aftur heim.

Þýskir fjölmiðlar hafa borið málið saman við mál Armin Meiwes þýskrar mannætu, sem var fangelsuð fyrir lífstíð árið 2006. Hann hitti fórnarlömb sín á spjallsíðum á netinu fyrir áhugafólk um mannát. Hann tók myndband af morðinu og sögðu saksóknarar að þar hafi komið fram að Meiwes, 44 ára, hafi drepið 43 ára karl til að fullnægja kynferðislegum löngunum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert