Telja að ógnin tengist sýrlensku borgarastyrjöldinni

Lögreglan að störfum í Vín. Mynd úr safni.
Lögreglan að störfum í Vín. Mynd úr safni. AFP

Leyniþjónustan í Vín hefur nú endurmetið aðstæður og segir árásina sem talið var að væri í uppsiglingu í borginni beinast gagnvart samtökum og fyrirtækjum sem tengist Sýrlandi.

Þessu greinir lögreglan frá á Twitter.

Ógnin sem lögreglan segist hafa orðið vör við kom upp á sama degi og tólf ár voru liðin frá því að sýrlenska borgarastyrjöldin hófst þann 15. mars 2011. Í gær hélt lögreglan að árás her­skárra íslamista væri í und­ir­bún­ingi í borg­inni.

Þá sé lögreglan í sambandi við þau sem metið sé að gætu verið í hættu. Aukin öryggisgæsla sé enn í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert