Ríkjandi heimsmeistarar byrja vel í Laugardal

Ríkjandi heimsmeistarar DWG Kia ganga inn í Laugardalshöll með bikarinn.
Ríkjandi heimsmeistarar DWG Kia ganga inn í Laugardalshöll með bikarinn. Ljósmynd/Riot Games

Átta leikir fóru fram á heimsmeistaramótinu í League of Legends í Laugardal í dag. Leikir voru leiknir í öllum fjórum riðlum í aðalkeppni mótsins, og er nú mótið farið af stað af alvöru. Tveir leikir eru spilaðir í hverjum riðli á hverjum degi riðlakeppninnar.

A-riðill

Ríkjandi heimsmeistarar DWG Kia byrja á sigri

Fyrsti leikur aðalkeppni mótsins var leikur DWG Kia og FunPlus Phoenix, en var leikurinn jafnframt sá fyrsti sem spilaður var í A-riðli. DWG Kia eru núverandi heimsmeistarar, en þeir enduðu í öðru sæti mótinu MSI sem einnig var haldið í Laugardal fyrr á árinu. Lið FunPlus Phoenix tryggði sér sæti í mótinu með velgengi í meistaramótum á árinu, en lið DWG Kia komust á mótið með sigri sínum í sumarmeistaramótinu í Kóreu. 

FunPlus Phoenix er spáð góðu gengi á mótinu, og talið meðal sterkustu liða heims. Ljóst var þó að erfiður leikur var framundan fyrir lið FunPlus Phoenix á móti ríkjandi heimsmeisturum. DWG Kia unnu leikinn eins og við var að búast, og er ljóst að þeir stefna að heimsmeistaratitlinum annað árið í röð.

Rogue unnu Cloud9

Liðin Cloud9 og Rogue mættust í seinni leik A-riðils í dag, en sá leikur var jafnfram síðasti leikur dagsins. Cloud9 vann sig upp í aðalkeppni mótsins með góðu gengi í umspilskeppninni, en Rogue komst beint í aðalkeppnina eftir gott gengi á stórmóti fyrr á árinu. Liðunum er spáð svipuðu gengi í mótinu, en báðum liðum er spáð slöku gengi.

Rogue voru ekki lengi að tryggja sér sigur í síðasta leik dagsins á móti Cloud9. Ljóst er að erfiðir leikir eru framundan hjá báðum liðum þar sem hin tvö liðin í riðlinum eru gríðarlega sterk.

Leikmenn Rogue ganga sáttir frá velli eftir sigur dagsins.
Leikmenn Rogue ganga sáttir frá velli eftir sigur dagsins. Ljósmynd/Riot Games

B-riðill

T1 byrja mótið á sigri

DeonatioN FocusMe mætti sterku liði T1 í fyrsta leik, en T1 tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu með sigri í meistaramóti League of Legends í Kóreu. Lið DetonatioN FocusMe komust hinsvegar í aðalkeppnina eftir velgengi í umspilskeppni mótsins. 

Lið T1 vann leikinn á móti DetonatioN FocusMe, og byrja mótið vel. Ljóst er að erfið riðlakeppni er framundan hjá DetonatioN FocusMe, en öll þrjú liðin sem þau mæta eru talin meðal tíu bestu liða í heimi.

EDward Gaming mættu tilbúnir

EDward Gaming og 100 Thieves mættust í öðrum leik B-riðils, en bæði lið eru talin meðal tíu bestu liða í heimi. Bæði liðin tryggðu sér sæti á mótinu með velgengi á stórmótum fyrr á árinu.

Þrjú lið í B-riðli eru talin meðal tíu bestu liða í heiminum, svo ljóst er að mikil samkeppni mun vera innan þessa riðils, en aðeins tvö lið komast uppúr hverjum riðli og leika í úrslitakeppninni.

100 Thieves urðu undir í þetta skipti og vann EDward Gaming fyrsta leik sinn í mótinu. Verður spennandi að fylgjast með hvaða tvö lið komast upp úr B-riðli.

Lið T1 sigraði sinn fyrsta leik á í riðlakeppninni í …
Lið T1 sigraði sinn fyrsta leik á í riðlakeppninni í dag. Ljósmynd/Riot Games

C-riðill

PSG Talon náði sér ekki á strik

Royal Never Give Up og PSG Talon mættust í fyrsta leik C-riðils, en bæði liðin eru talin gríðarlega sterk. Royal Never Give Up var talið sigurstranglegra í leiknum, þrátt fyrir að lið PSG Talon sé einnig sterkt lið. Bæði lið stóðu sig vel á stórmótum fyrr á árinu til að tryggja sér sæti á mótinu. Þess má geta að lið Royal Never Give Up sigraði mótið MSI sem einnig var haldið í Laugardal fyrr á árinu. 

Sigurstranglegra liðið, Royal Never Give Up, unnu leikinn og skyldu PSG Talon eftir með sárt enni. Eru að bæði þessi lið talin líklegust til að enda í efstu tvem sætum riðilsins og komast áfram í úrslitakeppnina.

Hanwha Life Esports komu á óvart

Hanwha Life Esports og Fnatic mættust í öðrum leik C-riðils. Lið Hanwha Life Esports er ekki talið meðal sterkustu liða á mótinu, en þeir unnu sér inn sæti í aðalkeppninni eftir velgengi í umspili sem lauk á laugardaginn. Fnatic sigraði stórmótið LEC í Evrópu og tryggðu sér þannig sæti í mótinu.

Fnatic urðu hinsvegar fyrir blóðtöku þegar byrjunarliðsmaður þeirra þurfti að halda heim á leið í gær vegna persónulegra ástæða, og spiluðu því með varamann í dag og munu gera það sem eftir er af riðlakeppninni.

Sýndi lið Hanwha Life Esports að þeir eiga svo sannarlega heima meðal bestu liða heims og unnu þeir leik sinn í dag á móti Fnatic. Komu þessi úrslit eflaust mörgum á óvart, en ljóst er að leikmannabreytingar Fnatic höfðu áhrif á liðið.

Leikmenn Hanwha Life Esports einbeittir fyrir leikinn gegn Fnatic.
Leikmenn Hanwha Life Esports einbeittir fyrir leikinn gegn Fnatic. Ljósmynd/Riot Games

D-riðill

LNG Esports tapaði sínum fyrsta leik

Liðin LNG Esports og Gen.G mættust í fyrsta leik D-riðils í mótinu. LNG Esports er spáð betra gengi en Gen.G á heimsmeistaramótinu. Lið LNG Esports tryggðu sér sæti á mótinu með því að sigra riðil sinn í umspilskeppni mótsins, en Gen.G komust á mótið vegna velgengi á meistaramótum á árinu.

Átti leikurinn eftir að verða spennandi ef marka má tölfræði liðanna. Þrátt fyrir að LNG Esports hafi verið spáð betra gengi en Gen.G, unnu Gen.G leikinn. LNG Esports unnu alla sína leiki í umspilskeppninni, og er þetta því þeirra fyrsta tap á mótinu. Verður spennandi að sjá hvort annað þessara liða nái þeim árangri sem þarf til að komast í úrslitakeppnina.

Team Liquid unnu MAD Lions

Team Liquid og MAD Lions mættust í öðrum leik D-riðils í dag. Team Liquid er ekki spáð nógu góðu gengi í mótinu, en MAD Lions hafa fengið mikið lof frá spámönnum. Bæði liðin tryggðu sér sæti á mótinu með góðu gengi í meistaramótum á árinu. 

MAD Lions áttu í erfiðleikum á móti Team Liquid, og lauk leiknum með sigri Team Liquid. Segja má að úrslitin hafi komið spámönnum á óvart, þar sem MAD Lions eru taldir líklegir til sigurs í mótinu. 

Team Liquid fagnar sigri í fyrsta leik.
Team Liquid fagnar sigri í fyrsta leik. Ljósmynd/Riot Games
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert