Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 05. desember 2022 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hildur Þóra verður áfram hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Þór Hákonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik, hún er núna samningsbundin út tímabilið 2024.

Fyrri samningur hennar við Breiðablik rann út þann 16. október. Hún er uppalin hjá félaginu og spilaði sína fyrstu keppnisleiki sumarið 2018. Tvö tímabil á undan hafði hún spilað með venslafélaginu Augnabliki.

Hildur er 21 árs gömul og spilar í vörninni. Hún á alls að baki 40 leiki í efstu deild, fimm leiki í Evrópukeppni, sex bikarleiki og einn í Meistararakeppni KSÍ fyrir Breiðablik.

Í sumar lék hún sex deildarleiki og þrjá bikarleiki en missti af byrjun tímabils og lokasprettinum þar sem hún er við nám í Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Þá lék hún á sínum tíma 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var valinn í æfingahóp A-landsliðsins í febrúar 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner