Erlent

Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá geimfara dagsins. Mark og Jeff Bezos, Oliver Daemen og Wally Funk.
Hér má sjá geimfara dagsins. Mark og Jeff Bezos, Oliver Daemen og Wally Funk. Blue Origin

Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim.

Þetta er fyrsta geimferð Blue Origin og með Bezos fara þau Mark Bezos, bróðir Jeff, Oliver Daemen og Wally Funk.

Stefnt er að því að skjóta þeim á loft frá Texas klukkan eitt í dag, að íslenskum tíma.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu Blue Origin af geimskotinu og aðdraganda þess.

Samkvæmt áætlun á geimferðin að taka rétt rúmar tíu mínútur. Stefnt er að því að fljúga geimfarinu í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu. Sú lína táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins.

Til samanburðar má benda á að Alþjóðageimstöðin er í um 420 kílómetra hæð yfir jörðu.

Richard Branson lét skjóta sér frá jörðu fyrir níu dögum en hann fór ekki yfir Káráman-línuna og Blue Origin hefur notað það til að skjóta á Virgin Galactic, samkeppnisaðila fyrirtækisins í geimferðamennsku.


Tengdar fréttir

Auðjöfrar fjölmenna í geimnum

Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á.

Á ní­ræðis­aldri og ætlar út í geim með Bezos

Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×