Reykjavíkurslagur í Úlfarsárdal

Fred Saraiva og Oliver Ekroth í baráttu í leik Fram …
Fred Saraiva og Oliver Ekroth í baráttu í leik Fram og Víkings í fyrra. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Reykjavíkurfélögin Fram og Víkingur mætast í síðasta leiknum í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á heimavelli Framara í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Viðureign liðanna hefst klukkan 19.15 en bæði lið hófu Íslandsmótið vel og unnu 2:0 í fyrstu umferðinni. Víkingar sigruðu Stjörnuna, 2:0, í Fossvogi og Framarar unnu nýliðana í Vestra, 2:0, í Úlfarsárdalnum.

Víkingar unnu báða leiki liðanna í fyrra. Fyrst 3:1 í Fossvogi þar sem Erlingur Agnarsson, Danijel Dejan Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3:0 á fyrstu 34 mínútum leiksins en Fred Saraiva lagaði stöðuna fyrir Fram.

Í seinni leiknum á Framvellinum unnu Víkingar nauman sigur, 3:2, þar sem Danijel Dejan skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Birnir Snær og Aron Elís Þrándarson skoruðu fyrri mörk Víkings. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Víkinga og síðan jafnaði Aron Snær Ingason í 2:2 fyrir Framara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert