Fimmti sigur Njarðvíkinga í röð

Mario Matasovic var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld.
Mario Matasovic var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Mario Matasovic var stigahæstur hjá Njarðvík þegar liðið hafði betur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 15. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með naumum sigri Njarðvíkinga, 93:86, en Matasovic skoraði 17 stig og tók fjögur fráköst.

Garðbæingar byrjuðu betur og leiddu 28:21 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar klóruðu í bakkann í öðrum leikhluta og var Stjarnan einu stigi yfir í hálfleik, 44:43.

Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og var staðan 69:60 að þriðja leikhluta loknum, Njarðvík í vil. Staðan var jöfn 82:82, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og fögnuðu sigri í leikslok.

Nicolas Richotti og Haukur Helgi Pálsson skoruðu 14 stig hvor fyrir Njarðvík en Adama Darbo var stigahæstur Garðbæinga með 22 stig, þrjú fráköst og átta stoðsendingar.

Njarðvík fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar í 22 stig en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð í deildinni. Stjarnan er áfram í áttunda sætinu með 12 stig.

Gangur leiksins: 7:3, 12:15, 18:24, 21:28, 26:34, 32:36, 36:40, 43:44, 47:49, 56:52, 61:56, 69:60, 74:66, 77:72, 85:82, 93:86.

Njarðvík: Mario Matasovic 17/4 fráköst, Nicolas Richotti 14/6 stoðsendingar/5 stolnir, Haukur Helgi Pálsson 14, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Jose Ignacio Martin Monzon 10/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 9/7 fráköst/12 stoðsendingar, Lisandro Rasio 8/6 fráköst, Logi Gunnarsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 2, Maciek Stanislav Baginski 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Stjarnan: Adama Kasper Darbo 22/8 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 15, Hlynur Elías Bæringsson 14/6 fráköst, Niels Gustav William Gutenius 13/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Friðrik Anton Jónsson 4/5 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 3, Ásmundur Múli Ármannsson 2, Viktor Jónas Lúðvíksson 1/5 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 158.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert