Jón og félagar fjórðu - Ari lagði upp mark

Jón Guðni Fjóluson og Ari Freyr Skúlason mættust í Stokkhólmi …
Jón Guðni Fjóluson og Ari Freyr Skúlason mættust í Stokkhólmi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Guðni Fjóluson og samherjar hans í Hammarby eru komnir í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir heimasigur á Norrköping, 2:1, í Stokkhólmi í dag.

Jón lék allan tímann með Hammarby sem er með 21 stig en fyrir ofan eru Malmö með 29, Djurgården með 27 og Elfsborg með 23 stig. 

Ari Freyr Skúlason lagði upp mark Norrköping sem komst yfir í leiknum en honum var skipt af velli á 59. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki með Norrköping þar sem hann tók út leikbann. Liðið er í sjötta sæti með 17 stig.

Þá skildu Häcken og Elfsborg jöfn, 1:1, þar sem Oskar  Tor Sverrisson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Häcken en Valgeir Lunddal Friðriksson var varamaður og kom ekki við sögu. Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður Elfsborg en hann er nýkominn til liðsins frá Gróttu. Häcken er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert