Vinna úr gögnum af vettvangi brunans

Kona á sjötugsaldri fannst látin í íbúðinni.
Kona á sjötugsaldri fannst látin í íbúðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú úr gögnum sem voru sótt á vettvangi brunans sem varð í íbúð fjölbýlishúss við Álfaskeið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Niðurstaða liggur ekki fyrir um eldsupptök.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Störfum á vettvangi er lokið.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Krufning hefur ekki farið fram og því er dánarorsök hennar ekki ljós, að sögn Gríms. Rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar heldur áfram að rannsaka málið. 

Eng­ir aðrir íbú­ar fjöl­býl­is­húss­ins flutt­ir á slysa­deild vegna elds­voðans. Reyk­ur kom í íbúðir þeirra en hann var minni­hátt­ar. 

Viðbragðshóp­ur Rauði kross­ins aðstoðaði tvær fjöl­skyld­ur við að finna gist­ingu vegna elds­voðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert