Mæla með því að Finnar gangi í NATO

Sauli Niinisto forseti Finnlands.
Sauli Niinisto forseti Finnlands. AFP

Utanríkismálanefnd finnska þingsins segir aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) vera bestu leiðina til að tryggja öryggi landsins. Fréttastofa Al jazeera greinir frá.

Finnland mun taka ákvörðun um inngöngu í bandalagið á næstu dögum.

Búist er við því að Sauli Niinisto, forseti Finnlands, tilkynni á fimmtudag um afstöðu sína varðandi aðild að NATO. Aðildin myndi þýða verulega breytingu á öryggisstefnu landsins.

Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að aðild Finnlands myndi minnka líkurnar á því að landið yrði skotmark Rússa.

„Aðild að NATO er besta lausnin fyrir öryggi Finnlands. Stuðningur mikilvægra hergagna bandalagsins mun styrkja varnargetu Finnlands,“ sagði formaður nefndarinn Petteri Orpo.

Svíar íhuga einnig aðild að NATO. Tekin verður ákvörðun um aðildina þar í landi þann 15. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert