Mikill vilji og stórar hugmyndir

Vésteinn Hafsteinsson er nyráðinn afreksstjóri ÍSÍ.
Vésteinn Hafsteinsson er nyráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Ég hef enga trú á að við vinnum til verðlauna á stórmótum nema við verðum samkeppnishæf og gerum helst betur en aðrar þjóðir. Ég væri ekki að koma heim nema til að gera þetta almennilega og með miklu fjármagni. Fyrst það er stefnan finnst mér verkefnið mjög spennandi,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ.

Vésteinn mun samhliða starfinu leiða nýjan starfshóp mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks.

„Það var þessi mikli andi í Lárusi Blöndal, Andra Stefánssyni og þeirra liði í ÍSÍ og Ásmundi Einari Daðasyni og hans liði í ráðuneytinu sem sannfærði mig. Þau sýndu mikinn vilja og hafa stórar hugmyndir. Mér finnst virkilega gaman að fá að taka þátt í því.“

Hokinn af reynslu

Vésteinn Hafsteinsson er fæddur þann 12. desember árið 1960. Hann var öflugur kringlukastari og keppti fyrir Íslands hönd á fernum Ólympíuleikum; í Los Angeles 1984, Seoul 1988, Barcelona 1992 og Atlanta 1996. Þá keppti hann fimm sinnum á HM og þrívegis á EM. Vésteinn er margreyndur og margverðlaunaður þjálfari. Hann var í þjálfarateymi Íslands á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 og gegndi starfi landsliðsþjálfara á árunum 2001 og 2002.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert