Netárás á Valitor og Saltpay yfirstaðin

Netárás­in var svo­kölluð DDoS árás þar sem kerfið er yf­ir­fyllt …
Netárás­in var svo­kölluð DDoS árás þar sem kerfið er yf­ir­fyllt af beiðnum sem er gert til þess að hægja eða slökkva á kerf­inu. Haraldur Jónasson/Hari

Netárás á greiðslufyrirtækin Valitor og Saltpay er nú yfirstaðin. Bæði fyrirtækin hafa greint frá því á vefsíðum sínum að árásin hafi ekki haft áhrif á innra kerfi fyrirtækjanna og neyt­end­ur þyrftu því ekki að áhyggj­ur af því hvort gögn­in þeirra séu ör­ugg.

Greint var frá því í kvöld að trufl­an­ir urðu á greiðsluþjón­ustu Valitor og Salt­Pay eft­ir að fé­lög­in urðu fyr­ir um­fangs­mik­illi netárás. Mikið er um að vera í dag þar sem svart­ur föstu­dag­ur er hald­inn hátíðleg­ur í dag og flest fyr­ir­tæki að bjóða upp á af­slætti af ýmsu tagi.

Netárás­in var svo­kölluð DDoS árás þar sem kerfið er yf­ir­fyllt af beiðnum sem er gert til þess að hægja eða slökkva á kerf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert