HK og Hamar með fullt hús stiga

Mason Casner úr Aftureldingu sækir í leiknum gegn HK en …
Mason Casner úr Aftureldingu sækir í leiknum gegn HK en Arnar Birkir Björnsson er til varnar. Ljósmynd/Þorstein Gunnar Guðnason

HK vann Aftureldingu 3:0 í Digranesi í úrvalsdeild karla í blaki.

Leikurinn var ef til vill meira spennandi en úrslitin gefa til kynna því fyrstu tvær hrinurnar voru spennandi. HK vann hrinurnar 25:17, 25:19 og 25:14. 

Stigahæstur í liði HK var Hristiyan Dimitrov með 23 stig. Stigahæstir í liði Aftureldingar voru Sigþór Helgason og Þórarinn Örn Jónsson með 9 stig hvor.
Næsti leikur hjá HK er 5. nóvember gegn Þrótti Vogum og fer hann fram í Vogabæjarhöllinni. Afturelding á líka leik 5. nóvember og er hann gegn KA og fer leikurinn fram á Akureyri.
Hvergerðingar eru núverandi Íslands- og bikarmeistarar.
Hvergerðingar eru núverandi Íslands- og bikarmeistarar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hamar er enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Fylki í Hveragerði í kvöld. Hamar sigraði 3:0 og vann hrinurnar 25:18, 25:15 og 25:14.
Maður leiksins var Wiktor Mielczarek kantmaður Hamars en hann var stigahæstur í leiknum með 12 stig. Stigahæstur í liði Fylkis var Alexander Stefánsson með 7 stig.
Hamar er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 12 stig eftir fjóra leiki en HK er á toppnum, einnig með fullt hús stiga en Hamarsmenn eiga leik til góða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert