Birna gaf ekki kost á sér

Birna Valgerður Benónýsdóttir í leik með Keflavík í síðasta mánuði.
Birna Valgerður Benónýsdóttir í leik með Keflavík í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birna Valgerður Benónýsdóttir, miðherji Keflavíkur, gaf ekki kost á sér fyrir komandi verkefni íslenska landsliðsins í körfuknattleik í mánuðinum.

Tólf leik­menn voru valdir fyr­ir tvo síðustu leik­ liðsins í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna en athygli vakti að Birna Valgerður, sem hefur leikið afar vel fyrir topplið Keflavíkur á tímabilinu, væri ekki einn þeirra.

Í samtali við Vísi staðfesti Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari að Birna Valgerður hafi ekki gefið kost á sér í verkefnið.

Íslenska liðið mæt­ir Ung­verjalandi á úti­velli í Mis­kolc 9. fe­brú­ar og síðan Spáni í Laugardalshöll­inni sunnu­dags­kvöldið 12. fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert