Verður aldrei meira en hreinræktuð afþreying

Paul Pogba og N'Golo Kanté fagnar heimsmeistaratitlinum árið 2018.
Paul Pogba og N'Golo Kanté fagnar heimsmeistaratitlinum árið 2018. AFP

Það hefur aldrei verið jafn mikill fótbolti í boði. Á hverjum einasta degi spilar eitthvert lið við annað einhvers staðar og hægt er að fylgjast með leiknum hvar sem er í heiminum á hvaða tæki sem er – í beinni útsendingu, á leigu í sjónvarpi, eða bara helstu tilþrifin, á YouTube, Dazn eða Twitter. Það er meiri fótbolti á leiðinni; brátt verða hundrað leikir til viðbótar spilaðir á hverju ári í Meistaradeild Evrópu. Sameiginleg athygli okkar, eins og hún er kölluð í rannsóknum, fer á meðan minnkandi, en það er erfitt að stöðva þessa þróun.

Það sem Gianni Infantino, forseti FIFA, og ráðgjafi hans Arsène Wenger hafa nú í huga gæti loks leitt til ofneyslu. Þeir vilja að heimsmeistarakeppnin verði haldin á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Evrópumeistaramótið og aðrar álfukeppnir myndu þá væntanlega fylgja þessum takti á einhverjum tímapunkti, sem myndi þýða að stórmót í knattspyrnu færi fram á hverju ári. Þar til nú hefur alltaf verið árshlé á milli stórmóta.

Þessar fyrirætlanir hafa mætt andstöðu af hendi UEFA, fjölda evrópskra knattspyrnusambanda og evrópskra félaga, auk aðdáenda og sumra leikmanna. Sem mótsstjóri EM 2024 tek ég undir þessi mótmæli. Að stytta hvern HM-glugga myndi gefa þá ásýnd að knattspyrna snúist einungis um peninga. Þegar kemur að íþróttastórmótum er þörf á þolinmæði og tíma. Það skiptir öllu máli fyrir sjálfbærni þeirra.

Of mikill fótbolti myndi hafa áhrif á aðdáendurna. Stórmót eru kirfilega föst í minningum þeirra, þau leika stór hlutverk í fjölda ævisagna. Grikkir gátu kallað sig Evrópumeistara í fjögur ár frá 2004 til 2008, Portúgalar í fimm ár, Spánverjar í átta ár. Frá 2014 til 2018 var Þýskaland besta lið heims. Að stytta þennan líftíma myndi verða þess valdandi að fjöldi upplifana og minninga myndi tapa sérstöðu sinni. Árlegt mót væri eins og að bæta öðrum samfélagsmiðli eða öðru streymissmáforriti á símann manns.

Hluti af skemmtanaiðnaðinum

Of mikill fótbolti myndi líka hafa áhrif á leikmennina. „Ef þú tekur þátt á stórmótum á tveggja ára fresti er það erfitt andlega,“ sagði Thierry Henry, sem tók þátt á sjö stórmótum með Frakklandi, um hugmynd Infantinos. „Þegar þeim lauk var ég gjörsamlega búinn á því andlega.“ Það sem hann á við: Það að spila fyrir landslið er sérstök vinna. Þú spilar minna fyrir peninga og meira fyrir þjóðina og aðdáendurna. Þessu fylgir gífurleg ábyrgð og er dauðþreytandi. Ég sjálfur hætti að spila með landsliðinu árið 2014 eftir að hafa tekið þátt á mínu sjötta stórmóti. Ég hafði tekið þá ákvörðun löngu áður því hið tvöfalda álag er gífurlegt. Ég lék í þrjú ár til viðbótar með félagsliði mínu.

Grein Philipp Lahm í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert