Innlent

Maðurinn sem veifaði ekki sá eini sem brá sér upp á gígbarminn í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn er lítill í samanburði við undur náttúrunnar.
Maðurinn er lítill í samanburði við undur náttúrunnar. Þyrluþjónustan Helo

Svo virðist sem að það hafi verið nokkuð vinsælt að klifra upp á gígbarminn í Geldingadölum í dag. Myndir sýna tvo einstaklinga klifra upp gíginn síðdegis í dag.

Fyrr í dag birti Vísir myndskeið þar sem sjá má mann sem klöngrast hafði alla leið upp á gígbarminn. Myndbandið var tekið í dag úr þyrluferð Þyrluþjónustunnar Helo og sjá mátti umræddan klifurkappa veifa í myndavélina.

Inn í gula hringnum má sjá tvo einstaklinga.Þyrluþjónustan Helo

Fréttastofa hefur einnig fengið sendar myndir frá þyrluþjónustunni sem teknar voru í þyrluferð sem farin var seinna í dag, í annarri ferð en þeirri þar sem myndbandið náðist af veifandi klifurkappanum.

Þar má glögglega sjá tvö einstaklinga vera kominn langt áleiðis í að príla upp gígbarminn sem er í ríflega 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Klöngrast þarf yfir nýtt hraun til að komast að gígnum.

Inn í gula hringnum má sjá tvo einstaklinga.Þyrluþjónustan Helo

Ítrekað hefur verið varað við hættunni sem fylgir því að ganga á hrauninu við eldgosið, sem legið hefur að mestu niðri frá 18. september síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi

Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×