Arsenal sneri taflinu við - Sverrir og Albert spiluðu

David Luiz jafnar metin.
David Luiz jafnar metin. AFP

Arsenal hafði betur gegn Rapid Wien frá Austurríki þegar liðin mættust í 1. umferð í B-riðli Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Komst austurríska liðið óvænt yfir í seinni hálfleik en Arsenal sneri taflinu við. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Taxiarchis Fountas fyrir Rapid Wien eftir mistök hjá Bernd Leno í marki Arsenal. Enska liðið gafst hins vegar ekki upp og David Luiz jafnaði á 70. mínútu áður en Pierre Emerick-Aubameyang skoraði sigurmarkið fjórum mínútum síðar. 

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal. Í sama riðli vann norska liðið Molde 2:1-sigur á Dundalk frá Írlandi. 

Gríska liðið PAOK og Omonia Nicosia frá Kýpur skildu jöfn í Grikklandi, 1:1. Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Þá kom Albert Guðmundsson inn á sem varamaður á 88. mínútu í óvæntum 1:0-útisigri AZ Alkmaar á Napólí á Ítalíu. 

Úrslitin í leikjum Evrópudeildarinnar sem hófust klukkan 16:55: 

A-riðill: 
Young Boys - Roma 1:2
CSKA Sofia - Cluj 0:2

B-riðill: 
Dundalk - Molde 1:2
Rapid Wien - Arsenal 1:2

C-riðill: 
Hapoel Be'er Sheva - Slavia Prag 3:1
Bayer Leverkusen - Nice 6:2

D-riðill: 
Lech Poznan - Benfica 2:4
Standard Liége - Rangers 0:2

E-riðill: 
PSV Eindhoven - Granada 1:2
PAOK - Omonia Nicosia 1:1

F-riðill: 
Napólí - AZ Alkmaar 0:1
HNK Rijeka - Real Sociedad 0:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert