Mörkin: Skoraði eitt besta mark ársins

Michail Ant­onio skoraði sann­kallað drauma­mark er West Ham gerði 1:1-jafn­tefli gegn Manchester City í Lund­ún­um í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heima­menn komust yfir á 17. mín­útu með ótrú­legu marki. Vla­dimir Coufal átti fyr­ir­gjöf frá hægri og Ant­onio skoraði með viðstöðulausu skoti úr hjól­hesta­spyrnu, óverj­andi fyr­ir Eder­son í mark­inu.

Íslands­vin­ur­inn Phil Fod­en kom inn sem varamaður í hálfleik og var snögg­ur að setja mark sitt á leik­inn, jafnaði met­in á 51. mín­útu með góðu skoti inn­an teigs eft­ir send­ingu frá Joao Cancelo. Fleiri urðu mörk­in ekki og skildu liðin því jöfn.

West Ham er í 5. sæti með níu stig eft­ir sjö leiki en City er í 8. sæt­inu, einnig með níu stig en þó aðeins eft­ir sex leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert