Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 25. september 2022 17:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Planið er að halda áfram
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með það að halda hreinu. Það var mikilvægast. Við vörðumst mjög vel og ég er bara ánægður að komast aftur á sigurbraut." Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 5-0 sigur á KR í dag.

"Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni og þetta hefur gerst ítrekað í sumar að eftir góðan fyrri hálfleik þá hallar undan fæti í seinni hálfleik af eitthverri ástæðu"

Eftir leik dagsins þá er Þróttur í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

„Ef við sækjum stig í næsta leik þá erum við með sama stigafjölda og í fyrra. Í heildina er ég ánægður. Undanfarinn ár höfum við þurft að eiga góðan seinni helming til að þurfa ekki að líta um öxl en í ár vorum við aldrei í neinni fallhættu. Gott fyrir unga leikmenn að fá mínútur í dag. Stelpur fæddar 2007 og 2008 spiluðu í dag og sú sem er fædd 2007 skoraði mark."

Nik Chamberlain hefur gert flotta hluti með liðið seinustu ár en hann tók við liðinu þegar það var í Lengjudeildinni.

„Planið er að halda áfram hér. Bæði ég og félagið þurfum að breyta nokkrum hlutum í vetur. Við þurfum bara að sækja leikmenn sem geta komið okkur á næsta skref"

Seinasta leikur liðsins er útileikur gegn Breiðabliki.

„Ég er spenntur fyrir leiknum. Seinustu ár höfum við tapað mjög stórt í Kópavogi. Ég vil fara þarna núna og sýna mun betri frammistöðu og sanna fyrir okkur að við getum keppt við bestu liðin í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner