Andlát: Gunnar Karl Haraldsson

Gunnar Karl Haraldsson er hann mætti í viðtal á útvarpsstöðinni …
Gunnar Karl Haraldsson er hann mætti í viðtal á útvarpsstöðinni K100 árið 2017. Þar ræddi hann þátttöku í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í hjólastól ásamt Heimi Hallgrímssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, og fleirum. Ljósmynd/K100

Gunnar Karl Haraldsson, framhaldsskólakennaranemi sem barðist fyrir réttindum fatlaðs fólks, er látinn 26 ára að aldri.

Fram kemur á Vísi að fjölskylda hans hafi greint frá andlátinu á Facebook. Hann lést í morgun eftir baráttu við krabbamein.

Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóm frá unga aldri. Hann vakti athygli árið 2017 þegar hann fór 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í hjólastól. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, var einn þeirra sem var með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert