Seldi stolnar tölvur fyrir 6,7 milljónir króna

Ljósmynd/Unsplash/Markus Winkler

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn af lögreglunni í Tókíó fyrir að selja tvö hundruð leikjatölvur og tölvuleiki sem hann átti að afhenda fyrir sendingarþjónustu og hefur maðurinn játað sök.

Minemura Fuyki var treyst fyrir því að keyra út og afhenda vörurnar fyrir hönd kunningja hans sem vann hjá sendingarþjónustunni en varningurinn innihélt meðal annars leikjatölvur á borð við Nintendo Switch og PlayStation 5.

Í stað þess að afhenda vörurnar fór hann af stað og seldi nytjamörkuðum í Tókíó varninginn en andvirði hans nemur 5,8 milljónir yena eða rúmar 6,7 milljónir íslenskra króna.

„Ég var í vandræðum með peninga. Ég eyddi nánast öllum peningnum mínum í hestaveðmál,“ segir Fuyki um atvikið.

Japanski miðillinn sankei greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert