Martin og félagar úr leik eftir naumt tap

Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru úr leik í …
Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru úr leik í úrslitakeppninni um spænska meistaratitilinn. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valencia þurftu að sætta sig við naumt 77:80 tap gegn deildarmeisturum Real Madríd í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar um spænska meistaratitilinn í kvöld.

Real Madríd vinnur einvígið þar með 2:1 eftir að Valencia hafði knúið fram oddaleik með öruggum 85:67 sigri í Valencia á þriðjudagskvöld. Madrídingar höfðu unnið fyrsta leikinn á heimavelli.

Tímabilinu er þar með lokið hjá Martin.

Landsliðsbakvörðurinn lék rúmar 18 mínútur í leiknum í Madríd í kvöld og skoraði 7 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Leikurinn var í járnum allan tímann þar sem lítið skildi á milli en þriggja stiga tap Valencia varð að lokum niðurstaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert