Stefnir í 8,2 milljarða hagnað hjá Arion

Afkoma þriðja ársfjórðungs hjá Arion banka stefnir í 8,2 milljarða samkvæmt drögum fyrir ársfjórðungsuppgjör sem kynnt verður eftir tvær vikur. Miðað við þessa niðurstöðu verður reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17% og er afkoman langt umfram fyrirliggjandi spár.

Fram kemur í jákvæðri afkomuviðvörun til Kauphallarinnar að rekstrartekjur fjórðungsins hafi numið 15 milljörðum, en þar af voru tekjur af kjarnastarfsemi 12,7 milljarðar. Hækka þær tekjur um 7,5% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Rekstrarkostnaður hækkar um 7% milli ára og var 5,6 milljarðar.

Hreinar þóknanatekjur hækka um milljarð milli ára og eru nú um 3,8 milljarðar, en hreinar fjármunatekjur voru 1,4 milljarðar á þriðja ársfjórðungi miðað við 0,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Þá er jákvæð virðisbreyting útlána metin á 0,7 milljarða, en í fyrra á sama tíma var hún neikvæð upp á 1,3 milljarða. Tengdist það þá að mestu óvissu vegna faraldursins.

Jákvæða afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar, en árið áður höfðu áhrifin verið neikvæð upp á 1 milljarð.

Í gær sendi Íslandsbanki einnig frá sér jákvæða afkomuviðvörun, en það stefnir í að hagnaður bankans verði 7,6 milljarðar á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK