Sjáðu Rúrik í sinni fyrstu kvikmynd

Auðunn Blöndal, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Rúrik Gíslason leika öll …
Auðunn Blöndal, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Rúrik Gíslason leika öll í Leynilöggunni. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Leynilöggan er komin í loftið. Í henni má meðal annars sjá frumraun fótboltakappans Rúriks Gíslasonar á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin Leynilöggan byggist á stiklu sem þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson gerðu árið 2011 fyrir trailerkeppni í þáttunum Auddi og Sveppi.

Stiklan sló í gegn fyrir 10 árum og þá fengu þeir félagar hugmynd að því að skrifa handrit að kvikmynd út frá henni. Nú er búið að taka upp myndina og hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári. 

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni en hann kemur einnig að handritsgerð ásamt Auðuni og Sverri og Nínu Petersen. Á bak við söguna standa Auðunn, Hannes og Egill Einarsson.

Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir kvikmyndina og Elli Cassata er kvikmyndatökumaður.

Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, Bríeti og Jón Jónsson.

Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð.

Fyrstu stikluna má sjá hér fyrir neðan en lengri útgáfa er væntanleg á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant