Erlent

Zeta sækir í sig veðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í byrjun þessa mánaðar skall fellibylur á ströndum Mexíkó og nú gæti annar verið á leiðinni. 
Í byrjun þessa mánaðar skall fellibylur á ströndum Mexíkó og nú gæti annar verið á leiðinni.  Medios y Media/Getty Images

Hitabeltisstormurinn Zeta sækir nú í sig veðrið og er óttast að hann verði orðinn að fellibyl þegar hann lendir á Yucatan skaganum í Mexíkó síðar í dag. Þá telja veðurfræðingar líklegt að Zeta haldi för sinni áfram og skelli á ströndum Bandaríkjanna um miðja næsta viku eftir að hafa farið yfir Mexíkó, Jamaíka og hluta Kúbu.

Óljóst er hvar hann lendir á Bandaríkjunum, það gæti orðið einhversstaðar á milli Louisiana og Flórída.

Zeta er 27. stormurinn á á þessu tímabili á Atlantshafi sem fær nafn, og er það met, því aldrei hafa þeir verið svo margir, svo snemma á tímabilinu. Fyrra met var sett 29. nóvember 2005.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×