Enginn landsliðsmaður smitaður

Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í Kaplakrika um síðustu helgi.
Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í Kaplakrika um síðustu helgi. mbl.is/Íris

Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru klárir í slaginn gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Allt starfslið íslenska liðsins var sent í sóttkví í gær eftir að starfsmaður landsliðsins greindist með kórónuveiruna.

Allir leikmenn liðsins voru skimaðir fyrir veirunni í gær en niðurstöður úr þeirri skimun liggja nú fyrir.

Enginn leikmaður landsliðsins er með kórónuveiruna og því geta þeir allir tekið þátt í landsleiknum gegn Belgum í dag.

Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson munu stýra liðinu þar sem þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru í sóttkví.

Hamrén og Freyr verða þó báðir á Laugardalsvelli en þeir hafa fengið leyfi frá yfirvöldum til þess að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert