Körfubolti

Slæmur lokaleikhluti urðu Tryggva og Zaragoza að falli gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi og félagar þurftu að sætta sig við tap gegn toppliðinu.
Tryggvi og félagar þurftu að sætta sig við tap gegn toppliðinu. Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images

Tryggvi Hlinason og félagar í Zaragoza mættur toppliði Real Madrid í spænska körfuboltanum í dag. Zaragoza var yfir þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þurftu að sætta sig við níu stiga tap, 89-98.

Zaragoza var með 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, en Real Madrid snéri taflinu við fyrir hálfleik og leiddu með þremur stigum þegar gengið var til búningsherbergja.

Góður þriðji leikhluti tryggði Tryggva og félögum svo tveggja stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, en þar tóku Madrídingar öll völd. Real Madrid vann leikhlutann 25-14 og tryggðu sér þar með góðan níu stiga sigur.

Martin Hermannsson og félagar í Valencia áttu hinsvegar betri dag þegar þeir mættu Estudiantes í spænska körfuboltanum.

Valencia var með yfirhöndina mest allan leikinn, og lönduðu að lokum 11 stiga sigri, 100-89. Martin skoraði þrjú stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×