Vopnað rán í Reykjavíkurapóteki: Þrír handteknir á hlaupum

Ræningjarnir hótuðu starfsfólki með eggvopni. Mynd úr safni.
Ræningjarnir hótuðu starfsfólki með eggvopni. Mynd úr safni.

Þrír hafa verið handteknir grunaðir um vopnað rán í Reykjavíkur apóteki í vesturbæ síðdegis í dag. Ræningjarnir hótuðu starfsfólki með eggvopni en voru handteknir á hlaupum.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en Rúv greindi fyrst frá. Ránið átti sér stað í kringum fjögur í dag.

„Það var framið vopnað rán, starfsmönnum hótað með eggvopni, þrír handteknir. Ég veit ekkert hvort þeir fengu eitthvað eða hvað þeir tóku,“ segir Jóhann Karl í samtali við mbl.is

Hann tekur fram að lögreglan hyggist ekki veita frekari upplýsingar um ránið fyrr en eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert