Krónan og Brandenburg sigurvegarar

Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks …
Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið valin auglýsingastofa ársins og Krónan er vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu. Valið byggir á árlegri könnun MMR. 

Brandenburg hefur nú unnið verðlaunin fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Þetta er í fyrsta skipti sem Krónan hlýtur verðlaunin. Sigur Krónunnar er sögulegur í samhengi keppninnar en þetta er í fyrsta skipti sem flugfélag hlýtur ekki verðlaunin sem vörumerki ársins.

Kampakát og stolt

Við verðlaununum tóku Brynja Guðjónsdóttir og Lilja Kristín Birgisdóttir frá Krónunni og Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Ragnar Gunnarsson frá Brandenburg.

„Við erum kampakát yfir að hafa verið valin stofa ársins af stjórnendum markaðsmála í íslenskum fyrirtækjum,“ segir Sigríður Theódóra, aðstoðarframkvæmdastjóri Brandenburgar, í tilkynningu.

igur Krónunnar er sögulegur í samhengin keppninnar en þetta er …
igur Krónunnar er sögulegur í samhengin keppninnar en þetta er í fyrsta skipti sem flugfélag hlýtur ekki verðlaunin sem vörumerki ársins.

„Það er gríðarlega mikill heiður að hljóta viðurkenningu MMR og Ímark sem vörumerki ársins og erum við hjá Krónunni að springa úr stolti yfir árangrinum […],” segir Brynja Guðjónsdóttir, staðgengill markaðsstjóra fyrir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttir.

Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi, og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert