Teitur á leið til Guðmundar?

Teitur Örn Einarsson í leik með 21-árs landsliði Íslands.
Teitur Örn Einarsson í leik með 21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð, er orðaður við þýska félagið Melsungen, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, í þýska netmiðlinum HNA í dag.

HNA, sem er staðarmiðill á svæðinu í kringum Melsungen, segir að samkvæmt sínum heimildum sé Teitur einn þeirra leikmanna sem félagið sé að horfa til að fá í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Teitur, sem er 22 ára gamall Selfyssingur, hefur verið lykilmaður sem örvhent skytta hjá Kristianstad undanfarin ár en lítil tækifæri fengið með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert