Úrslit verði ljós fyrir miðnætti

Anton Kári Halldórsson.
Anton Kári Halldórsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég er gríðarlega spenntur. Ég vona að kjörsókn verði góð og held að hún verði það,“ segir Anton Kári Halldórsson, formaður samstarfsnefndar um Sveitarfélagið Suðurland.

Samhliða kosningum til Alþingis í dag verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Ásahreppur. Ef íbúar samþykkja sameiningu verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, 15.659 ferkílómetrar eða um 16% af heildarstærð landsins.

Anton Kári segir að atkvæði í kosningunni verði talin á hverjum stað. „Þetta er ekki flókin talning og úrslit eiga að vera ljós fyrir miðnætti, jafnvel klukkan 23,“ segir hann. Anton fær úrslitin í sínar hendur þegar þau liggja fyrir og mun samstarfsnefndin sjá um að koma þeim á framfæri. hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert