Lægðir og langþráð rigning í vændum

Langþráð rigning gæti verið í vændum.
Langþráð rigning gæti verið í vændum. mbl.is/Árni Sæberg

Hæglætis veðri er spáð á morgun 1. maí en seinni part dags og á fimmtudag eru breytingar í kortunum og landsmenn gætu vöknað á ný. Í hugum sumra er langþráð að fá smá vætu fyrir gróður og vatnsbúskapinn. 

Engin ofsa hlýindi 

„Það eru breytingar í vændum seinni partinn á morgun en aðallega á fimmtudaginn. Við höfum verið að upplifa norðan kælingu, alls ekki kalt en víða næturfrost fyrir norðan og á hálendinu. En núna er vindurinn að snúast í sunnanátt með dálitlum lægðum sem spáð er fyrir vestanvert landið. Það verða enginn ofsa hlýindi því loftið er ekkert langt að komið en nóg til þess að hér fari að rigna um vesta og sunnanvert landið í einhverja daga,“ segir Einar.

Einar Sveinbjörnsson.
Einar Sveinbjörnsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Óvissa um hvað tekur við 

Hann segir að þetta sé spáin fram að þar næstu helgi en síðan er meiri óvissa um framhaldið. „Það er sunnanátt í einhverja þrjá fjóra daga en svo er meiri óvissa hvað tekur við upp úr næstu helgi,“ segir Einar. 

Hann segir maí hæglátasta tíma ársins og minnstur drifkraftur á bakvið veðurkerfin. „Það er búið að vera svo þurrt á Suðurlandi að það veitir ekki af smá vætu,“ segir Einar.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert