Breyting á leikmannahópi Fnatic rétt fyrir mót

Laugardalshöllin er nær óþekkjanleg. Þar fer nú fram heimsmeistaramótið í …
Laugardalshöllin er nær óþekkjanleg. Þar fer nú fram heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends og er gert ráð fyrir að hundruð milljóna manna um allan heim fylgist með. Ljósmynd/Riot Games

Lið Fnatic á heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem fram fer í Laugardal, hefur tekið breytingum rétt fyrir mót. Var tilkynnt í gær að varamaður liðsins mun vera í byrjunarliði í riðlakeppninni sem hófst í morgun. 

Heldur heim á leið vegna persónulegra ástæða

Fnatic sendu út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem fram kemur að leikmaðurinn Upset hafi þurft að halda heim á leið vegna persónulegra ástæða. Leikmaðurinn Bean kemur inn í hans stað, en hann hefur tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir mótið í Reykjavik. 

Fyrsti leikur Fnatic í riðlakeppninni hefst klukkan 13:00 í dag, þar sem þeir mæta liði Hanwha Life Esports, og verður leikurinn sá fyrsti sem varamaðurinn Bean mun byrja fyrir liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert