Nýtt kvennalið á laggirnar

Nýtt kvennalið í Apex Legends.
Nýtt kvennalið í Apex Legends. Grafík/Dexerto

Stórliðið TSM hefur stofnað nýtt kvennalið í tölvuleiknum Apex Legends. Í nýju myndskeiði frá liðinu sjást skilaboð á samskiptaforritinu Discord sem og upptökur frá rafíþróttamönnunum. 

Fyrir þetta á TSM karlalið í tölvuleiknum en liðið sagði á Twitter-síðu sinni að tvö lið væru betra en eitt.

Varaforseti rafíþróttadeildar TSM, Dominic Kallas, sagði að stelpurnar í liðinu hefðu um margt að velja hjá fyrirtækinu, en samhliða því að spila Apex Legends geta þær búið til efni fyrir sjálfa sig og fyrirtækið sem og keppt í einstaklingskeppnum. 

Kvennalið TSM í Apex Legends samanstendur af :

  • Laurice „GuhRL“ Habibi
  • Isabella „Avuhlie“ Rivera
  • Kornelia „Sabz“ Zawistowksa
  • Jane „Janey“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert