Hjón sýknuð af ákæru um peningaþvætti

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í dag og sýknaði hjón sem voru sökuð um peningaþvætti. Maðurinn var dæmdur í héraðsdómi í átta mánaða fangelsi og eiginkona hans í þriggja mánaða fangelsi.

Hjónin voru ákærð fyrir að hafa aflað sér rúmlega 33 milljónum króna með refsiverðum hætti á árunum 2013 til 2017.

Grunaður um innflutning fíkniefna

Í dómi Landsréttar segir að verulegir ágallar á ákæru héraðssaksóknara valdi því að  óhjákvæmilegt sé að vísa málinu í heild sinni frá dómi. 

Í upprunalega dómi héraðsdóms var ekki rakið hvernig þessara milljóna var aflað en hjónin þvertóku fyrir það að hafa aflað sér þessara tekna með refsiverðum hætti og báru fyrir sig að hafa unnið þessa fjárhæð í spilakössum.

Í dómi Landsréttar segir að lögregla hafi byrjað að rannsaka fjárhag þeirra hjóna vegna gruns um aðild eiginmannsins að innflutningi og sölu á fíkniefnum hérlendis en afdrif þeirrar rannsóknar eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert